
Eftir undirritun samningsins. F.v. Inga Dóra Halldórsdóttir f.h. Brákarhlíðar fasteignafélags, Helgi Páll Einarsson f.h. Atlas verktaka, Dýrfinna Arnardóttir f.h. Dynju og Sigrún Ólafsdóttir formaður stjórnar Brákarhlíðar. Ljósm. aðsend
Samið um byggingu við Borgarbraut 63 í Borgarnesi
Brákarhlíð fasteignafélag ehf skrifaði sl. föstudag undir samning við Atlas verktaka ehf. um að reisa nýtt fjölbýlishús og nemendagarða við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Borgarverk sá um alla jarðvegsvinnu sem fólst meðal annars í talsverðri vinnu við að sprengja klett sem náði inn á byggingarreitinn.