Fréttir

true

Bílaverkstæði Hjalta er nú flutt á Smiðjuvelli

Nú fyrir áramót var öll starfsemi Bílaverkstæðis Hjalta við Ægisbraut á Akranesi flutt að Smiðjuvöllum 15 og er nú undir sama þaki og rekstur Bifreiðastöðvar ÞÞÞ. Eignarhald beggja fyrirtækjanna er á sömu höndum, en Snókur eignarhaldsfélag keypti árið 2023 rekstur bílaverkstæðisins og þar áður rekstur Bifreiðastöðvar ÞÞÞ. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri segir að töluverð samlegð felist…Lesa meira

true

Terra með lægsta tilboðið í sorpútboði Borgarbyggðar

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar 19. desember sl. var lögð fram opnunarskýrsla vegna útboðs fyrir úrgangsþjónustu fyrir Borgarbyggð en opnunarfundur fór fram daginn áður. Þar kom fram að þrjú fyrirtæki tóku þátt í útboðinu og voru niðurstöður eftirfarandi: Íslenska gámafélagið ehf. bauð 169.951.750 kr., Kubbur ehf. bauð 402.219.053 kr. og Terra hf. 119.577.710 kr. Fram kemur…Lesa meira

true

Sveitarfélagið Stykkishólmur ræður í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa

Þuríður Ragna Stefánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Ráðið var í stöðuna á fundi bæjarstjórnar 12. desember síðastliðinn. Þuríður Ragna er landslagsarkitekt og hefur yfir 25 ára reynslu af störfum í landslagshönnun og skipulagi. Síðastliðin sex ár hefur hún starfað hjá Verkís, aðallega við skipulag, deiliskipulag og aðalskipulag auk…Lesa meira

true

Skallagrímur heldur áfram að styrkja lið sitt

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Luke Moyer til að spila með meistaraflokki karla út tímabilið. Luke er reynslumikill bakvörður sem hefur spilað m.a með liði Njarðvíkur hér á Íslandi, í Mexíkó, Georgíu, Spáni og Kanada. Luke spilaði með liði Njarðvíkur á síðasta tímabili en lék eingöngu tíu leiki með liðinu. Í þeim tíu leikjum…Lesa meira

true

Kallað eftir ábendingum um hagræðingu í ríkisrekstri

Ný ríkisstjórn undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur sett á Samráðsgátt stjórnvalda beiðni um að almenningur komi með tillögur um hvernig hagræða megi í rekstri ríkisins. „Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar er að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir, eins og fram kemur í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Ríkisstjórnin boðar í því skyni til samráðs við þjóðina undir…Lesa meira

true

Orkukostnaður heimila er hæstur á köldum svæðum

Byggðastofnun hefur undanfarin ár fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá 1. september ár hvert en við útreikningana er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekin saman annarsvegar og hitunarkostnaður hins vegar. Kostnaðurinn er á ársgrundvelli og viðmiðunareignin er einbýlishús, 140…Lesa meira

true

Skallagrímur semur við nýjan bandarískan leikmann

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við Jermaine Hamlin um að leika með meistaraflokki karla. Deildin hefur sagt upp samning við Ishmael Sanders sem kom til liðsins um miðjan október mánuð og spilaði níu leiki með liðinu. Jermaine Hamlin kemur frá liðinu Oulun í Finnlandi en þar skilaði Jermaine 13 stigum að meðaltali í leik ásamt…Lesa meira

true

Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun hafa tekið til starfa

Umhverfisstofnun var lögð niður 31. desember og á nýársdag tóku Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun til starfa. Þetta kemur fram á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Náttúruverndarstofnun tekur við verkefnum sem snúa að náttúruvernd hjá Umhverfisstofnun og starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Stofnunin fer með stjórnsýslu, eftirlit og önnur verkefni á sviði náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar og á sviði friðlýstra svæða,…Lesa meira

true

Flestar aukaíbúðir á Vesturlandi eru í Borgarbyggð

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands. Þar er fjallað um aukaíbúðir á Vesturlandi. Aukaíbúð er skilgreind sem íbúð í eigu aðila sem er búsettur í annarri íbúð. Heildarfjöldi íbúða í landinu var 157.551 í september 2024 og hafði fjölgað um 19% frá 2017. Aukaíbúðir voru 50.229 á sama tíma og hafði fjölgað um 11.781,…Lesa meira

true

Nítján menningarverkefni hljóta styrk

Úthlutun menningarstyrkja Akraneskaupstaðar var auglýst í nóvember 2024. Alls bárust 25 umsóknir og heildarumsóknarfjárhæðin var kr. 13.956.300 kr. en til úthlutunar voru kr. 3.520.000. Fram kemur á vef Akraneskaupstaðar að 19 þeirra umsókna sem bárust hljóta styrk að þessu sinni úr menningarsjóði og þurfti því miður að hafna frambærilegum og áhugaverðum umsóknum. Við mat styrkumsókna…Lesa meira