Fréttir
Starfsmenn Bílaverkstæðis Hjalta, en nokkrir voru í fríi þegar myndin var tekin fyrr í dag. Ljósm. mm

Bílaverkstæði Hjalta er nú flutt á Smiðjuvelli

Nú fyrir áramót var öll starfsemi Bílaverkstæðis Hjalta við Ægisbraut á Akranesi flutt að Smiðjuvöllum 15 og er nú undir sama þaki og rekstur Bifreiðastöðvar ÞÞÞ. Eignarhald beggja fyrirtækjanna er á sömu höndum, en Snókur eignarhaldsfélag keypti árið 2023 rekstur bílaverkstæðisins og þar áður rekstur Bifreiðastöðvar ÞÞÞ. Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri segir að töluverð samlegð felist í að starfsemin sé nú komin á einn stað. Meðal annars er móttaka fyrir bæði fyrirtæki sú sama, sameiginlegt mötuneyti og fleira.

Bílaverkstæði Hjalta er nú flutt á Smiðjuvelli - Skessuhorn