Fréttir
Þuríður Ragna Stefánsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Ljósm. stykkishólmur.is

Sveitarfélagið Stykkishólmur ræður í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa

Þuríður Ragna Stefánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi. Ráðið var í stöðuna á fundi bæjarstjórnar 12. desember síðastliðinn. Þuríður Ragna er landslagsarkitekt og hefur yfir 25 ára reynslu af störfum í landslagshönnun og skipulagi. Síðastliðin sex ár hefur hún starfað hjá Verkís, aðallega við skipulag, deiliskipulag og aðalskipulag auk annarra hönnunarverkefna. Þuríður sótti menntun til Noregs við Landbúnaðarháskólann í Ási árin 1991-1996 og fékk þar gráðuna Cand. Agric. sem í dag samsvarar Mastersgráðu. Þuríður Ragna hefur störf hjá sveitarfélaginu næstkomandi miðvikudag.

Sveitarfélagið Stykkishólmur ræður í stöðu skipulags- og umhverfisfulltrúa - Skessuhorn