
Yfirlitsmynd yfir orkukostnað á Vesturlandi. Skjáskot/ Byggðastofnun
Orkukostnaður heimila er hæstur á köldum svæðum
Byggðastofnun hefur undanfarin ár fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá 1. september ár hvert en við útreikningana er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekin saman annarsvegar og hitunarkostnaður hins vegar. Kostnaðurinn er á ársgrundvelli og viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 fermetrar að grunnfleti og 350 rúmmetrar.