
Við Þyrlupallinn á síðasta ári. Ljósm. mm
Álfar og huldufólk verða á ferðinni í kvöld
Á að minnsta kosti tveimur stöðum á Vesturlandi verður þrettándanum fagnað í kvöld og jólin kvödd. Í Borgarnesi verður flugeldasýning í Englendingavík klukkan 18:00. Dagskráin hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði Kirkjukórs Borgarneskirkju. Smákökur og kakó verða í boði veitingastaðarins í Englendingavík og Geirabakarís. Flugeldasýning verður svo í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar og hefst hún kl. 18:30.