
Horft yfir höfnina og hluta byggðarinnar í Búðardal. Ljósm. sm
Vilja í sameiningu byggja atvinnuhúsnæði í Búðardal
Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. „Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og mun stofnunin leggja til allt að 150 milljónir króna í verkefnið,“ segir í tilkynningu.