Fréttir

true

Kveðjur úr héraði – jólakveðja frá Akranesi

Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á dögum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni. Skessuhorn leitaði nú sem fyrr til tíu valinkunnra kvenna víðsvegar af Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum…Lesa meira

true

Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn hefur verið að aukast

Jarðskjálfti af stærð 3,2 stig mældist nærri Grjótárvatni á Snæfellsnesi að kvöldi 18. desember. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist m.a. í uppsveitum Borgarfjarðar og á Akranesi. Jarðskjálftavirkni hefur reglulega mælst þarna síðan vorið 2021 en undanfarna mánuði hefur virknin farið vaxandi eins og meðfylgjandi gögn sýna. Frá því að virknin hófst þarna…Lesa meira

true

Þá mega jólin koma fyrir mér – níu Vestlendingar segja frá jólahefðum sínum

Máltækið „þá mega jólin koma fyrir mér“ er oft viðhaft þegar dregur nær jólum. Hvað er það sem fólki finnst að verði að vera hluti af jólaundirbúningnum og jólunum sjálfum? Hvaða hefðir og venjur finnst fólki ómissandi en það getur verið bæði persónubundið og eitthvað sem fjölskyldurnar gera saman? Við heyrðum í nokkrum Vestlendingum og…Lesa meira

true

„Samvinnuverkefni allra að halda svæðunum öruggum og veita góða þjónustu í sátt við náttúruna“

Hlustað á fyrirlestur Þóreyjar landvarðar um starf hennar síðasta sumar Þórey Birna Björnsdóttir, sem er ættuð úr uppsveitum Borgarfjarðar og Skagafirði en að mestu alin upp í Hvalfjarðarsveit, hélt fyrirlestur í október síðastliðnum í Miðgarði fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Þar sagði hún frá störfum sínum í sumar. Sumarið 2017 fór Þórey að vinna sem…Lesa meira

true

Það situr mest í manni þegar börn eiga í hlut

Rætt við Jakob Ólafsson fyrrum flugstjóra um árin í einkafluginu, björgunaraðgerðir með Gæslunni og bílabúskap að Hömrum í Reykholtsdal „Ég ætlaði alltaf að vera bóndi, en svo fara hlutirnir eins og þeir fara,“ segir Jakob Ólafsson í eldhúsinu að Hömrum yfir kaffi og meðlæti. Hann er ekki ókunnur þarna, amma hans og afi byggðu bæinn…Lesa meira

true

Á Snæfellsnesi er matseðill af fjöllum

Náttúran er innblástur fyrir sagnalistina – segir Guðmundur Rúnar Svansson í Dalsmynni Guðmundur Rúnar Svansson er frá bænum Dalsmynni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hann hefur dvalist langdvölum annars staðar við nám og störf, en er nú fluttur aftur heim á Snæfellsnesið og er að byggja þar timburhús. Hann ræðir við blaðamann um æskuna og ræturnar…Lesa meira

true

Jólaskógurinn sló í gegn – myndir

Nemendur og kennarar í Grunnskóla Grundarfjarðar hafa undanfarna daga unnið baki brotnu við að undirbúa jólaskóginn þetta árið. Krakkarnir gerðu þetta einnig í fyrra og tókst það framar vonum. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist og veðrið var yndislegt á miðvikudagskvöldið. Stafalogn og nýfallinn snjór. Löng biðröð myndaðist og hleypt var inn…Lesa meira

true

Grunur um Listeria í sviðasultu frá Kjarnafæði

Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska ehf. vegna gruns um að varan sé menguð af bakteríunni Listeria monocytogenes. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar með best fyrir 3. – 7. janúar 2025, í samráði við Matvælastofnun. Auk þess fór fyrirtækið fram á að allri sviðasultu sem seld var til heilbrigðisstofnananna…Lesa meira

true

„Framtíðin breytist þegar svona gerist, en þannig er lífið“

Ingigerður Jónsdóttir býr í Borgarnesi en er frá Hjörsey á Mýrum. Lífið hefur fært henni áskoranir, en hún hefur horfst í augu við þær og hvergi hvikað, enda mikil baráttukona. Hjörsey er norðvestur af Borgarnesi, í nánd við bæina Hólmakot og Traðir. Þetta er stærsta eyja Vesturlands og jafnframt þriðja stærsta eyja landsins, um 5,5…Lesa meira

true

Við erum ekkert annað en skemmtikraftar

Rætt við Bjarka Reynisson torfærukappa um ferilinn, Dýrið og búskapinn Djúpt inn í Staðarhólsdal í Dölum er bærinn Kjarlaksvellir. Þar býr Bjarki Reynisson, einn reynslumesti torfærukappi Íslands, með konu sinni Þórunni Elvu Þórðardóttur. Kjarlaksvellir er fallegt bæjarstæði, umlukið hlíðum og fjöllum ásamt grösugum túnum. Blaðamaður kíkti í kaffi og ræddi við Bjarka. Náði strax fullgóðum…Lesa meira