
Gamla kirkjan í Reykholti. Ljósm. mm
Þá mega jólin koma fyrir mér – níu Vestlendingar segja frá jólahefðum sínum
Máltækið „þá mega jólin koma fyrir mér“ er oft viðhaft þegar dregur nær jólum. Hvað er það sem fólki finnst að verði að vera hluti af jólaundirbúningnum og jólunum sjálfum? Hvaða hefðir og venjur finnst fólki ómissandi en það getur verið bæði persónubundið og eitthvað sem fjölskyldurnar gera saman? Við heyrðum í nokkrum Vestlendingum og spurðum; Hvað er nauðsynlegt að gera í aðdraganda jóla?