Fréttir
Eldstöðvakerfi Ljósufjalla, hraun frá nútíma og gjallmyndanir. Teikning: volcanic system, Holocene lava flows and scoria deposits.

Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn hefur verið að aukast

Jarðskjálfti af stærð 3,2 stig mældist nærri Grjótárvatni á Snæfellsnesi að kvöldi 18. desember. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist m.a. í uppsveitum Borgarfjarðar og á Akranesi. Jarðskjálftavirkni hefur reglulega mælst þarna síðan vorið 2021 en undanfarna mánuði hefur virknin farið vaxandi eins og meðfylgjandi gögn sýna. Frá því að virknin hófst þarna vorið 2021 er jarðskjálftinn sem mældist í fyrra18. desember sá stærsti, en haustið 2021 mældust tveir skjálftar um þrír að stærð. Fyrir 2021 mældist síðast markverð skjálftavirkni þarna árið 1992 en þá mældust tveir skjálftar um þrír að stærð, sá stærri 3,2, og nokkrir aðrir yfir 2,0. Það jarðskjálftayfirlit sem miðað er við nær aftur til ársins 1991 (SIL-kerfið).