Fréttir
Gestir biðu þolinmóðir í röð eftir að komast í jólaskóginn. Ljósmyndir: tfk

Jólaskógurinn sló í gegn – myndir

Nemendur og kennarar í Grunnskóla Grundarfjarðar hafa undanfarna daga unnið baki brotnu við að undirbúa jólaskóginn þetta árið. Krakkarnir gerðu þetta einnig í fyrra og tókst það framar vonum. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist og veðrið var yndislegt á miðvikudagskvöldið. Stafalogn og nýfallinn snjór. Löng biðröð myndaðist og hleypt var inn í jólaskóginn í hollum. Þar mátti sjá inn í Grýluhelli, Álfahelli þar sem prakkaraálfar réðu ríkjum, svo í hellinn hjá jólasystrunum áður en komið var við á partýstöðinni. Að endingu var hægt að fá heitt kakó og smákökur áður en ánægðir gestir héldu heim á leið.

Jólaskógurinn sló í gegn - myndir - Skessuhorn