Fréttir

true

Skagamenn með sterkan sigur á toppliði Ármanns

Ármann og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í Laugardalshöllinni. Ármenningar höfðu aðeins tapað einum leik af tíu í deildinni til þessa sem var á móti Breiðabliki í lok október og unnið síðustu fimm leiki sína á meðan Skagamenn höfðu unnið Fjölni í síðustu umferð eftir tap…Lesa meira

true

Skelfilegur fyrri hálfleikur í tapi Skallagríms

Skallagrímur heimsótti Hamar frá Hveragerði á föstudagskvöldið. Um var að ræða tíundu umferð 1. deild karla í körfubolta en Skallagrímur var fyrir leikinn með þrjá sigra en Hamar með sex sigra. Heimamenn í Hamri byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir gestina úr Borgarnesi á fyrstu mínútum leiksins. Eftir eingöngu þrjár mínútur var staðan…Lesa meira

true

Svipuð veiðigjöld verða greidd í ár þrátt fyrir loðnubrest

Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa íslenskar útgerðir greitt 8.539 milljónir króna í veiðigjald. Það er 2% lægri fjárhæð en þær höfðu greitt fyrir veiðar á sama tímabili í fyrra en þá var heildarfjárhæðin komin í 8.787 milljónir króna. Enginn loðnukvóti var gefinn út á þessu ári sem hefur óhjákvæmileg áhrif á fjárhæð veiðigjaldsins,…Lesa meira

true

Brák selur jólatrén bæði á netinu og á Fitjum

Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi verður með jólatréssölu næstu dag, eða til jóla. „Við höfum byrjað árlegu jólatréssöluna okkar og þá í vefverslun á jolatresala.is en það er í fyrsta skipti sem Brák býður uppá að kaupa jólatréð gegnum netið. Við höfum myndað nokkur furutré og nefnt þau í höfuðið á félögum Brákar og þar með…Lesa meira

true

Málefni ferjunnar Baldurs tekin fyrir á hafnarfundi

Á fundi hafnarstjórnar sveitarfélagsins Stykkishólms mánudaginn 2. desember gerði hafnarstjóri grein fyrir framtíðaráformum um uppbyggingu hafnarmannvirkja í Stykkishólmi. Meðal annars liggur fyrir að stækka þurfi ferjubryggju og laga hafskipsbryggju. Einnig þarf að endurbæta stólpa undir hafskipsbryggju og skipta um stálþil á Skipavíkurbryggju. Hafnarstjórn óskaði eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar í tengslum við framtíðaráform um uppbyggingu…Lesa meira

true

Húsfyllir á bingói Lighthouse fyrir Styrktarsjóð Ömmu Andreu – myndasyrpa

Setið er í hverju sæti á veitingastaðnum Lighthouse á Akranesi þessa stundina. Veitingastaðurinn stendur fyrir bingói fyrir Styrktarsjóð Ömmu Andreu. Spjöldin voru seld á einungis 500 krónur og seldust þau upp þannig að kalla þurfti eftir fleirum utan úr bæ. Að sögn Ömmu Andreu voru um fimmtíu fyrirtæki sem gáfu vinninga og sum þeirra upp…Lesa meira

true

Hlýindi og leysingar á öllu landinu og hætta á krapaflóðum

Veðurstofan varar við krapaflóðahættu á vestan- og sunnaverðu landinu. Skriðuhætta getur skapast þegar líður á hlýindin. Síðastliðna nótt gekk í sunnanátt og hlýnaði skart, fyrst hér á vestanverðu landinu. Skil ganga svo upp að landinu seinnipartinn í dag með mikilli rigningu og hlýnar enn frekar. Aðfaranótt mánudagsins 9. desember verður mikil leysing á öllu landinu.…Lesa meira

true

Varað er við hvassviðri í dag og asahláku

Framundan eru viðvaranir um mestallt landið vegna hvassviðris og asahláku. Við Breiðafjörð er nú kominn sunnan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 18-28 m/s. Þar er appelsínugul viðvörun í gildi til miðnættis í kvöld og gul þangað til í fyrramálið. Á spásvæðinu má búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 40 m/s,…Lesa meira

true

Úr sarpi – Vigfús fagnar aldarafmæli sínu eftir rétta viku

Vigfús Vigfússon húsasmiður á Hellissandi er fæddur 14. desember árið 1924. Næstkomandi laugardag hyggst hann bjóða gestum og gangandi í afmæliskaffi í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Vigfús er við góða heilsu, býr heima hjá sér og eldar sjálfur. Í Jólablaði Skessuhorns árið 2017 birtist ítarlegt viðtal við Vigfús sem Kristján Gauti Karlsson blaðamaður skráði. Í…Lesa meira

true

Óformleg skoðun á sameiningu Dala og Húnaþings vestra

Sveitarstjórnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra hafa frá því í sumar rætt á óformlegum nótum kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin. Ríflega 1.200 íbúar eru í Húnaþingi vestra og um 660 í Dalabyggð þannig að ef af sameiningu þessara sveitarfélaga yrði gætu íbúar orðið tæplega tvö þúsund. Landfræðilega liggja sveitarfélögin að hvort öðru og…Lesa meira