Fréttir
Margrét yfirfer hér bingóspjald frá heppnum spilara. Ljósmyndir: mm

Húsfyllir á bingói Lighthouse fyrir Styrktarsjóð Ömmu Andreu – myndasyrpa

Setið er í hverju sæti á veitingastaðnum Lighthouse á Akranesi þessa stundina. Veitingastaðurinn stendur fyrir bingói fyrir Styrktarsjóð Ömmu Andreu. Spjöldin voru seld á einungis 500 krónur og seldust þau upp þannig að kalla þurfti eftir fleirum utan úr bæ. Að sögn Ömmu Andreu voru um fimmtíu fyrirtæki sem gáfu vinninga og sum þeirra upp í fimm vinninga hvert. Stemningin er góð þetta sunnudags eftirmiðdegi og algengt að amma og afi séu með börn og barnabörn og eigi góða stund saman - og styrkja um leið gott málefni. Það er Margrét Martins Sveinbjörnsdóttir veitingakona sem stýrir bingóinu af myndarbrag. Allur ágóði af bingóinu rennur í Styrktarsjóð Ömmu Andrefu.

Húsfyllir á bingói Lighthouse fyrir Styrktarsjóð Ömmu Andreu - myndasyrpa - Skessuhorn