Íþróttir
Skagamenn eru í efri hluta deildarinnar. Ljósm. vaks

Skagamenn með sterkan sigur á toppliði Ármanns

Ármann og ÍA áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í Laugardalshöllinni. Ármenningar höfðu aðeins tapað einum leik af tíu í deildinni til þessa sem var á móti Breiðabliki í lok október og unnið síðustu fimm leiki sína á meðan Skagamenn höfðu unnið Fjölni í síðustu umferð eftir tap á móti Hamri þar á undan. Það var því aldeilis ljóst að það yrði vel tekist á í þessum mikilvæga leik í efri hluta deildarinnar.

Skagamenn með sterkan sigur á toppliði Ármanns - Skessuhorn