Fréttir

true

Hafsteinn gaf tónlistarskólanum safn bóka

Borgnesingurinn Hafsteinn Þórisson, fyrrverandi kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, gaf skólanum í haust nokkra tugi bóka. Hafsteinn er nú búsettur á Spáni. Gjöfin innihélt bækur um þekkta tónlistarmenn en auk þess nótnalestrarbækur og ýmislegt fleira. Á meðfylgjandi mynd er Árni Freyr Jónsson kennari við tónlistarskólann með tvær af bókunum sem eru um ekki minni meistara en…Lesa meira

true

Jólabókaflóð í Samkomuhúsinu í Grundarfirði

Það var sannkallað jólabókaflóð miðvikudaginn 4. desember síðastliðinn. Undanfarin misseri hafa krakkar í Grunnskóla Grundarfjarðar verið að lesa bækur eftir fjóra barnabókahöfunda undir dyggri leiðsögn Lilju Magnúsdóttur sem sér um skólabókasafn grunnskólans. Hápunkturinn var svo á miðvikudaginn þegar þessir fjórir rithöfundar lögðu leið sína til Grundarfjarðar þar sem hinir ungu lesendur fengu tækifæri til að…Lesa meira

true

Rithöfundar komu í heimsókn í Brekkó

Síðasta vikan í nóvember varð óvart hálfgerð bókmenntavika í Brekkubæjarskóla því í heimsókn komu þrír rithöfundar og héldu kynningu á sínum bókum í skólanum. Fram kemur á FB síðu skólans að Bjarni Fritzson reið á vaðið og tryllti lýðinn (eða sko yngsta- og miðstig) með nýjustu bókunum sínum. „Eins og staðan er núna er þriggja…Lesa meira

true

Gera ráð fyrir góðum rekstrarafgangi og lækkun skulda árið 2025

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samhljóða samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2025. Í henni er gert ráð fyrir að bæjarsjóður skili rekstrarafgangi upp á rúmar 85 milljónir af A-hluta sjóðum, en um 154 milljónum hjá samanteknum A og B hluta sjóðum. Það þýðir að reksturinn gefur ákveðið svigrúm til fjárfestinga og því þarf ekki…Lesa meira

true

Brúarsmíði við Dílatanga gengur vel

Stefnt er að opnun göngubrúar við Dílatanga í Borgarnesi fyrir jól, það er byggingafyrirtækið ÁY Byggir sem annast verkið. Brúin tengir saman gönguleið út fyrir Dílatanga og þar með gönguleiðina meðfram strandlengju við Kveldúlfsgötu. Smiðirnir gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir myndatöku þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í morgun.Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit fagnar útgáfu hvalveiðileyfis

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar útgáfu matvælaráðherra á fimm ára leyfi til hvalveiða sem hann gaf út í gær. Í yfirlýsingu sem samþykkt var í morgun segir að sveitarstjórn lýsi ánægju sinni með ákvörðun matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða, enda er leyfið í samræmi við gildandi lög nr. 26/1949 um hvalveiðar, sett af Alþingi og…Lesa meira

true

Kristfríður Rós tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024

Kristfríður Rós Stefánsdóttir frá Ólafsvík hefur fengið viðurkenningu sem Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2024 hjá JCI á Íslandi. Í rökstuðningi með viðurkenningunni segir að Kristfríður hefur gefið mikið af sér til Snæfellsbæjar þar sem hún býr og þá sérstaklega til menningarmála á bæði íþrótta- og tómstundasviði. Hún hefur setið sem framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Víkingur/Reynir, framkvæmdastjóri Snæfellsness…Lesa meira

true

Raforka hefur hækkað umfram verðlag og skortur dregur úr útflutningstekjum

Rafmagnsverð hefur á síðustu tólf mánuðum hækkað um 13,2%. Þetta kemur fram í samantekt Samtaka iðnaðarins (SI). „Þetta er mesta hækkun síðan 2011 eða í 13 ár. Á sama tíma og verðbólgan hefur verið á niðurleið hafa orðið hækkanir á raforkuverði. Raunverð raforku hefur hækkað um 8,4% á síðustu tólf mánuðum sem er einnig met…Lesa meira

true

Leyfi gefin út til veiða á langreyðum og hrefnu

Bjarni Benediktsson matvælaráðherra í starfsstjórn hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Þrjár umsóknir bárust um leyfi til hrefnuveiða og ein umsókn til veiða á langreyðum. Leyfin eru gefin út í…Lesa meira

true

Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í Erasmus+

Á núverandi skólaári er Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum. Verkefnin eru alfarið unnin á ensku. Tvö þeirra eru í samstarfi við vinaskóla skólans í Tékklandi. Þema þeirra er annars vegar Well-being (velferð) og hins vegar 3D printing (þrívíddarprentun). Verkefnið er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Fram kemur á vef skólans…Lesa meira