
Hvalskurður á plani. Ljósm. úr safni/mm
Hvalfjarðarsveit fagnar útgáfu hvalveiðileyfis
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar útgáfu matvælaráðherra á fimm ára leyfi til hvalveiða sem hann gaf út í gær. Í yfirlýsingu sem samþykkt var í morgun segir að sveitarstjórn lýsi ánægju sinni með ákvörðun matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða, enda er leyfið í samræmi við gildandi lög nr. 26/1949 um hvalveiðar, sett af Alþingi og byggð á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. „Fyrirsjáanleiki í þessari atvinnugrein, sem og öðrum, er nauðsynlegur og fagnar sveitarstjórn að hann hafi verið tryggður. Atvinnugreinin hefur umtalsverð bein og óbein fjárhagsleg áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf sveitarfélagsins, sem og nærliggjandi svæða," segir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.