
Hafsteinn gaf tónlistarskólanum safn bóka
Borgnesingurinn Hafsteinn Þórisson, fyrrverandi kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, gaf skólanum í haust nokkra tugi bóka. Hafsteinn er nú búsettur á Spáni. Gjöfin innihélt bækur um þekkta tónlistarmenn en auk þess nótnalestrarbækur og ýmislegt fleira.