
Úr Grunnskólanum í Borgarnesi. Ljósm. vaks
Grunnskólinn í Borgarnesi tekur þátt í Erasmus+
Á núverandi skólaári er Grunnskólinn í Borgarnesi þátttakandi í þremur Erasmus+ verkefnum. Verkefnin eru alfarið unnin á ensku. Tvö þeirra eru í samstarfi við vinaskóla skólans í Tékklandi. Þema þeirra er annars vegar Well-being (velferð) og hins vegar 3D printing (þrívíddarprentun). Verkefnið er fyrir nemendur í 9. og 10. bekk.