Fréttir
Kristfríður tekur á móti viðurkenningunni. Ljósm. JCI Ísland.

Kristfríður Rós tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024

Kristfríður Rós Stefánsdóttir frá Ólafsvík hefur fengið viðurkenningu sem Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2024 hjá JCI á Íslandi. Í rökstuðningi með viðurkenningunni segir að Kristfríður hefur gefið mikið af sér til Snæfellsbæjar þar sem hún býr og þá sérstaklega til menningarmála á bæði íþrótta- og tómstundasviði. Hún hefur setið sem framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Víkingur/Reynir, framkvæmdastjóri Snæfellsness samstarfsins í knattspyrnu og í dag starfar hún sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar þar sem hún hóf störf 2022 þar sem hún er forstöðumaður íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðvar, ásamt að fara fyrir tómstundamálum bæjarins. Einnig situr hún í ýmsum nefndum sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi svo sem fyrir Heilsueflandi samfélag og Íþrótta- og æskulýðsnefnd. Einnig hefur hún setið í stjórn HSH síðan 2022.