
Embla Bachmann með bækurnar sínar tvær. Ljósm. Brekkó
Rithöfundar komu í heimsókn í Brekkó
Síðasta vikan í nóvember varð óvart hálfgerð bókmenntavika í Brekkubæjarskóla því í heimsókn komu þrír rithöfundar og héldu kynningu á sínum bókum í skólanum. Fram kemur á FB síðu skólans að Bjarni Fritzson reið á vaðið og tryllti lýðinn (eða sko yngsta- og miðstig) með nýjustu bókunum sínum. „Eins og staðan er núna er þriggja kílómetra langur biðlisti eftir nýjustu Orra óstöðvandi bókinni, Heimsfrægur á Íslandi. Svo eru bækurnar hans fyrir yngri lesendur í sífelldu útláni.“