
Ef af sameiningu verður mun Hvammstangi verða stærsti þéttbýlisstaður sameinaðs sveitarfélags með á sjöunda hundrað íbúa. Ljósm. northiceland.is
Óformleg skoðun á sameiningu Dala og Húnaþings vestra
Sveitarstjórnir í Dalabyggð og Húnaþingi vestra hafa frá því í sumar rætt á óformlegum nótum kosti þess og galla að sameina sveitarfélögin. Ríflega 1.200 íbúar eru í Húnaþingi vestra og um 660 í Dalabyggð þannig að ef af sameiningu þessara sveitarfélaga yrði gætu íbúar orðið tæplega tvö þúsund. Landfræðilega liggja sveitarfélögin að hvort öðru og þá er atvinnumynstur býsna líkt á svæðinu milli Hvammsfjarðar og Miðfjarðar. Tiltölulega litlir þéttbýliskjarnar og því hlutfallslega margir íbúar búsettir í sveitunum.