Fréttir

true

UMFG kom heim með bikarinn í blaki

Ungmennafélag Grundarfjarðar gerðu góða ferð í Mosfellsbæ um síðustu helgi en þar fór fram bikarmót U14 og U20 í blaki í íþróttahúsinu að Varmá. Ungmennafélag Grundarfjarðar mætti með tvö lið til keppni en það voru bæði stráka- og stelpulið í U14. U14 kvenna stóðu sig með prýði á laugardeginum og spiluðu um fimmta sætið á…Lesa meira

true

Styrkir til dreifbýlisverslana

Innviðaráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var úthlutað sautján milljónum kr. til verslana í dreifbýli fyrir árið 2025. Markmiðið með styrkjunum er að styðja við dagvöruverslanir í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum á fámennum markaðssvæðum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Ýmist…Lesa meira

true

Stúkuhúsið Kaffi opnað í Görðum

Stúkuhúsið Kaffi var opnað sunnudaginn 1. desember á Safnasvæðinu við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi og er staðsett í gamla Stúkuhúsinu sem margir Skagamenn þekkja. Eigandi Stúkuhússins Kaffi er Díana Bergsdóttir. Blaðamaður Skessuhorns leit við hjá henni í lok síðustu viku til að skoða aðstæður. Ekki kannski alveg rétti maðurinn því hann drekkur ekki kaffi,…Lesa meira

true

Bilun er í farsímakerfi Símans

Klukkan 14:20 í dag kom upp bilun í farsímkerfi Símans. Bilunin lýsir sér þannig að notendur Símans geta ekki hringt í aðra notendur sama kerfis, né tekið við símtölum frá þeim. Ekki liggur fyrir hvenær viðgerð lýkur. Hægt er að hringja í Neyðarsímann 112 ef svo ber undir.Lesa meira

true

Sólbaðsstofan Marikó skellir í lás

Rekstur Sólbaðsstofunnar Marikó sem er staðsett á Smiðjuvöllum 32 á Akranesi verður hætt föstudaginn 20. desember næstkomandi. Stofan var opnuð í október árið 2018 og hefur því verið starfrækt í rúm sex ár. Að sögn Vignis Barkarsonar, annars eiganda Marikó, er helsta ástæðan fyrir lokuninni tímaskortur en mikið umfang sé í kringum svona rekstur. Tveir…Lesa meira

true

Vel heppnað uppbrot hjá Janus hópi Borgarbyggðar

Um 70 manns úr verkefninu Janus heilsuefling mætti á Hamarsvöll í Borgarnesi á föstudaginn en þarna voru á ferðinni iðkendur úr Borgarnesi og frá Kleppjárnsreykjum. Gengið var um Hamarsvöll um morguninn og endað í hádegismat á Hótel Hamri. Jákvætt hljóð var í iðkendum þegar blaðamaður kíkti á hópinn og vildu sem flestir koma hrósi á…Lesa meira

true

Þrjár plötur losnuðu niður við höfn

Appelsínugul viðvörun var í gildi til miðnættis síðustu nótt við Breiðafjörð og varaði Veðurstofa Íslands við snörpum vindhviðum sem fylgdu lægðinni sem gekk yfir. Í Stykkishólmi losnuðu þrjár bárujárnsplötur af húsnæði við Austurgötu 1 en þær ollu ekki frekari skemmdum. Starfsmenn Þ.B. Borg voru svo mættir í morgun til að festa plöturnar á aftur.Lesa meira

true

Áhlaupaleikur hjá Snæfelli gegn Breiðabliki

Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Breiðablik í Kópavog á föstudaginn. Um var að ræða leik í tíundu umferð 1. deildar karla í körfubolta en Snæfell var fyrir leikinn með þrjá sigra en heimamenn í Breiðabliki voru með fimm sigra. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik í byrjun leiks og var mikið jafnræði með liðunum. Liðin skiptust á…Lesa meira

true

Einar Margeir í landsliðinu á HM í sundi

HM í sundi hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur mótið til 15. desember. ÍA á einn fulltrúa þar, Einar Margeir Ágústsson. Frá Íslandi eru átta keppendur, en þátttakendur koma frá alls 190 löndum. Bein útsending verður á RÚV alla mótsdagana frá klukkan 7:55. Þær greinar sem Einar Margeir keppir í eru 100…Lesa meira

true

Hver er Vestlendingur ársins 2024?

Skessuhorn stendur nú í 27. skipti fyrir vali á Vestlendingi ársins, þeim íbúa í landshlutanum sem hefur á einhvern hátt skarað fram úr á árinu og verðskuldar sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2024. Skilyrði er að sá/þeir sem tilnefndir eru hafi búsetu á Vesturlandi. Allir íbúar á Vesturlandi geta sent inn tilnefningar á ritstjórn Skessuhorns um Vestlending…Lesa meira