
Bilun er í farsímakerfi Símans
Klukkan 14:20 í dag kom upp bilun í farsímkerfi Símans. Bilunin lýsir sér þannig að notendur Símans geta ekki hringt í aðra notendur sama kerfis, né tekið við símtölum frá þeim. Ekki liggur fyrir hvenær viðgerð lýkur. Hægt er að hringja í Neyðarsímann 112 ef svo ber undir.