
Khalyl Waters í leik gegn KV. Ljósm. Bæring Nói.
Áhlaupaleikur hjá Snæfelli gegn Breiðabliki
Snæfell í Stykkishólmi heimsótti Breiðablik í Kópavog á föstudaginn. Um var að ræða leik í tíundu umferð 1. deildar karla í körfubolta en Snæfell var fyrir leikinn með þrjá sigra en heimamenn í Breiðabliki voru með fimm sigra. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik í byrjun leiks og var mikið jafnræði með liðunum. Liðin skiptust á forystu en Breiðablik var með tveggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 17-15.