
Díana Bergsdóttir, eigandi Stúkuhúsið Kaffi. Ljósm. vaks
Stúkuhúsið Kaffi opnað í Görðum
Stúkuhúsið Kaffi var opnað sunnudaginn 1. desember á Safnasvæðinu við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi og er staðsett í gamla Stúkuhúsinu sem margir Skagamenn þekkja. Eigandi Stúkuhússins Kaffi er Díana Bergsdóttir. Blaðamaður Skessuhorns leit við hjá henni í lok síðustu viku til að skoða aðstæður. Ekki kannski alveg rétti maðurinn því hann drekkur ekki kaffi, en honum var boðið upp á heitt súkkulaði sem hann drakk með mikilli áfergju.