
Íslenski landsliðshópurinn. Einar Margeir lengst til hægri.
Einar Margeir í landsliðinu á HM í sundi
HM í sundi hefst á morgun í Búdapest í Ungverjalandi og stendur mótið til 15. desember. ÍA á einn fulltrúa þar, Einar Margeir Ágústsson. Frá Íslandi eru átta keppendur, en þátttakendur koma frá alls 190 löndum. Bein útsending verður á RÚV alla mótsdagana frá klukkan 7:55. Þær greinar sem Einar Margeir keppir í eru 100 metra fjórsund á fimmtudaginn klukkan 09:24 og 200m bringusund á föstudaginn klukkan 08:53.