Fréttir

true

Foxillir strandveiðimenn fóru í samstöðusiglingu í morgun

Nokkur hluti strandveiðiflotans lagði úr höfn víða um landið klukkan 8 í morgun til þess að sýna samstöðu og mótmæla á táknrænan hátt stöðvun strandveiða í gær. Þannig mótmæltu strandveiðisjómenn t.d. í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, samkvæmt heimildum Skessuhorns. Frá Akranesi héldu nokkrir bátar úr höfn en á þriðja tug báta hafa verið gerðir út…Lesa meira

true

Góður sigur ÍA á Aftureldingu

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna sótti Aftureldingu heim í Malbiksstöðina að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi í tíundu umferð deildarinnar. Fyrir leikinn var lið Aftureldingar eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig. Heimakonur náðu forystunni á 16. mínútu með marki Hlínar Heiðarsdóttur en Skagastúlkum tókst að jafna metin með marki Ernu Bjartar…Lesa meira

true

Strandveiðum lokið

Strandveiðum lauk í gærkvöldi eftir auglýsingu þess efnis sem birtist í Stjórnartíðindum þar sem sagði að strandveiðar væru bannaðar frá og með 17. júlí. Kvóti til veiðanna, rúm 11.000 tonn, er fullnýttur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem tryggja átti 48 veiðidaga á þessu ári, var ekki afgreitt á Alþingi áður en því var slitið…Lesa meira

true

Töfrandi harmonikkutónar á sumartónleikaröð í Saurbæ

Sumartónleikaröðin í Hallgrímskirkju í Saurbæ heldur áfram. Sunnudaginn 20. júlí kl. 16 er komið að Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur harmonikkuleikara. Hún mun leika fjölbreytta efnisskrá, allt frá verkum eftir Bach til eigin útsetninga á sálmum, þjóðlögum og síðast en ekki síst tangóum! Ásta Soffía fékk sérstakan styrk úr Menningarsjóði Seðlabanka Íslands sem kenndur er við Jóhannes…Lesa meira

true

Einkar vel tekist til með viðgerðir á Dagverðarneskirkju

Nú er stórum áfanga lokið í viðgerðum á ytra byrði Dagverðarneskirkju í Dölum og umhverfi hennar. Kirkjan, sem upphaflega var reist árið 1848 og endurbyggð árið 1935, var í sumar rétt af á stalli sínum, skipt var um glugga, pappi klæddur á hana og síðan stál á veggi og þak. Yfirsmiður við framkvæmdirnar var Baldur…Lesa meira

true

Elskar að leggja mönnum og dýrum lið með Bowen tækni

Rætt við Kristbjörgu Þóreyju Ingólfsdóttur Austfjörð á Hvanneyri Hún er lágvaxin, sterkbyggð kona með stórt nafn. Kristbjörg Þórey Ingólfsdóttir Austfjörð er fædd með ást á hestum og finnst sem hún sé komin heim þegar hún dvelur eða býr í sveit en finnur fyrir eirðarleysi í þéttbýli. Hún er fædd á Akureyri, alin upp hjá ömmu…Lesa meira

true

Gosmóða berst yfir utanvert Snæfellsnes

Brennisteinsmengun frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina berst nú yfir utanvert Snæfellsnes. Að sögn Tómasar Freys Kristjánssonar fréttaritara Skessuhorns í Grundarfirði finnst mengunin vel og sést. Það virkar eins og járnbragð í munni þegar brennisteinsmengunin leikur um vitin. Meðfylgjandi kort Veðurstofunnar hér að neðan sýnir þau svæði á landinu þar sem brennisteinsmengunar í byggð mun gæta næstu…Lesa meira

true

Enn fjölgar rannsóknarmöstrum vegna mögulegra vindorkuvera

Byggingafulltrúinn í Borgarbyggð hefur nú á einni viku veitt leyfi til uppsetningar þriggja rannsóknarmastra sem nýtt eru til rannsókna á möguleikum til uppsetningar vindorkuvera. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns voru í síðustu viku veitt leyfi til uppsetningar slíkra mastra á Þorvaldsstöðum í Hvítarsíðu og Hæl í Flókadal. Á afgreiðslufundi byggingafulltrúans í morgun var…Lesa meira

true

Lana Sif og Bjarki klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness

Lana Sif Harley og Bjarki Pétursson stóðu uppi sem sigurvegarar á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness sem lauk um liðna helgi. Í meistaraflokki kvenna var það eins og áður sagði Lana Sif Harley sem sigraði með nokkrum yfirburðum á 346 höggum. Bjarki Pétursson vann meistaraflokk karla einnig með talsverðum yfirburðum og spilaði á 285 höggum. Í fyrsta…Lesa meira

true

Tristan Freyr og Elín Anna Leynismeistarar

Tristan Freyr Einarsson stóð uppi sem sigurvegari í meistaraflokki karla á meistaramóti Golfklúbbsins Leynis sem lauk um liðna helgi. Hann lauk keppni á 306 höggum eftir mjög harða keppni við Stefán Orra Ólafsson sem var á 307 höggum. Skammt undan voru Guðlaugur Þór Þórðarson og Kári Kristinvinsson sem luku báðir keppni á 308 höggum. Elín…Lesa meira