
Sigurvegarar á meistaramóti Golfklúbbsins Leynis 2025. Ljósm. Leynir/seþ
Tristan Freyr og Elín Anna Leynismeistarar
Tristan Freyr Einarsson stóð uppi sem sigurvegari í meistaraflokki karla á meistaramóti Golfklúbbsins Leynis sem lauk um liðna helgi. Hann lauk keppni á 306 höggum eftir mjög harða keppni við Stefán Orra Ólafsson sem var á 307 höggum. Skammt undan voru Guðlaugur Þór Þórðarson og Kári Kristinvinsson sem luku báðir keppni á 308 höggum.