Fréttir
Talsverð gosmóða liggur nú yfir byggðinni og finnur fólk fyrir óþægindum í vitum og járnbragði í munni. Ljósm. tfk

Gosmóða berst yfir utanvert Snæfellsnes

Brennisteinsmengun frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina berst nú yfir utanvert Snæfellsnes. Að sögn Tómasar Freys Kristjánssonar fréttaritara Skessuhorns í Grundarfirði finnst mengunin vel og sést. Það virkar eins og járnbragð í munni þegar brennisteinsmengunin leikur um vitin. Meðfylgjandi kort Veðurstofunnar hér að neðan sýnir þau svæði á landinu þar sem brennisteinsmengunar í byggð mun gæta næstu 48 tíma.

Á þeim svæðum á landinu þar sem hætta er á brennisteinsmengun er ráðlagt að fylgjast vel með stöðu loftgæða og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar. Gasmengun getur alltaf farið yfir hættumörk en þó einkum í nágrenni við eldstöðina. Mökkurinn leggst undan vindi og nú bera suðlægar vindar hann yfir Snæfellsnes. Fólki er ráðlagt að hafa glugga lokaða við þessar aðstæður.

Gosmóða berst yfir utanvert Snæfellsnes - Skessuhorn