
Það var mikill spenningur í strandveiðimönnum þegar veiðar hófust í byrjun maí. Vertíðin hefur gengið ágætlega og verð verið hátt. Því vekur stöðvun veiðanna nú um miðjan júlí sérstök vonbrigði strandveiðisjómanna í ljósi brostinna loforða ríkisstjórnarinnar um 48 daga veiðar. Ljósm. tfk
Strandveiðum lokið
Strandveiðum lauk í gærkvöldi eftir auglýsingu þess efnis sem birtist í Stjórnartíðindum þar sem sagði að strandveiðar væru bannaðar frá og með 17. júlí. Kvóti til veiðanna, rúm 11.000 tonn, er fullnýttur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem tryggja átti 48 veiðidaga á þessu ári, var ekki afgreitt á Alþingi áður en því var slitið á mánudaginn.