
Sigurvegarar í meistaramóti Golfklúbbs Borgarness 2025. Ljósm. GB
Lana Sif og Bjarki klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness
Lana Sif Harley og Bjarki Pétursson stóðu uppi sem sigurvegarar á meistaramóti Golfklúbbs Borgarness sem lauk um liðna helgi. Í meistaraflokki kvenna var það eins og áður sagði Lana Sif Harley sem sigraði með nokkrum yfirburðum á 346 höggum. Bjarki Pétursson vann meistaraflokk karla einnig með talsverðum yfirburðum og spilaði á 285 höggum.