Fréttir
Myndin er tekin yfir Grjóthálsi og horft til norðurs. Ljósm. mm

Enn fjölgar rannsóknarmöstrum vegna mögulegra vindorkuvera

Byggingafulltrúinn í Borgarbyggð hefur nú á einni viku veitt leyfi til uppsetningar þriggja rannsóknarmastra sem nýtt eru til rannsókna á möguleikum til uppsetningar vindorkuvera. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns voru í síðustu viku veitt leyfi til uppsetningar slíkra mastra á Þorvaldsstöðum í Hvítarsíðu og Hæl í Flókadal.