Fréttir

true

Níu úthlutanir Hvatasjóðs íþróttahreyfingarinnar til Vesturlands

Á dögunum veitti Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar öðru sinni til þeirra verkefna og umsækjenda sem samræmast áhersluatriðum sjóðsins. Sjóðurinn er á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna, með áherslu á þátttöku barna með fötlun, barna af tekjulægri heimilum og barna með…Lesa meira

true

Opnaði sýninguna Huggulegt líf

Laugardaginn 5. júlí var sýningin; Huggulegt líf heimilislína Lúka Art & Design“ opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi. Hönnuður og framkvæmdastjóri Lúka Art & Design er Brynhildur Þórðardóttir. Hún er með BA próf í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textíl og atgervisfatnaði. Hún hefur m.a. unnið sem sjálfstætt starfandi…Lesa meira

true

Ný kennslubók um gróðurelda

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út nýja og uppfærða kennslubók um gróðurelda, sem er nú aðgengileg á vefnum Gróðureldar. Bókin er ætluð slökkviliðum landsins og öllum þeim sem koma að forvörnum, skipulagi eða viðbrögðum vegna gróðurelda. Bókin byggir á sænsku kennslubókinni um gróðurelda, Vägledning i skogsbrandsläckning, auk þess sem stuðst var við eldri kennslubók Brunamálastofnunar…Lesa meira

true

EuroBasket bikarinn á ferð um landið

FIBA Europe ákvað að EuroBasket bikarinn yrði í heimsókn og til sýnis á Íslandi dagana 3.-5. júlí. Bikarinn og lukkudýrið Marky Mark fóru víða og meðal annars í myndatökur á Akranesi en einnig á ýmsa staði á Suðurlandi. Heimsóttar voru körfuboltaboltabúðir á Flúðum þar sem hátt í 200 krakkar voru við æfingar. Þá var hópurinn…Lesa meira

true

Fyrsta skóflustunga á Fólóreitnum

Síðdegis á föstudaginn var tekin fyrsta skóflustunga væntanlegra byggingaframkvæmda á lóð Kirkjubrautar 39 á Akranesi. Þar stóð lengi Fólksbílastöðin eða „Fóló“ eins og hún var löngum nefnd. Á lóðinni mun rísa hús með 21 íbúð á efri hæðum auka verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. Þá verður einnig bílakjallari undir húsinu. Það eru fyrirtækin Barium ehf.…Lesa meira

true

Írskir dagar tókust vel í frábæru veðri – myndasyrpa

Bæjarhátíðin Írskir dagar á Akranesi fór fram í síðustu viku, en hátíðinni lauk í gær. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti þeirra nær allan tímann. Mikill fjöldi sótti hátíðina heim. Flestir komu saman á Brekkusöng á Þyrlupallinum en í kjölfarið var hin árlega Lopapeysa á hafnarsvæðinu. Að sögn lögreglu gekk hátíðin vel fyrir sig þrátt…Lesa meira

true

Reiknað með 1.200 milljónum á Vestursvæði úr aukafjárveitingu

Fjáraukalög III, þar sem gerð var tillaga um þriggja milljarða aukafjárveitingu til neyðarviðgerða á vegkerfinu, voru loks samþykkt á Alþingi á laugardaginn. Þessarar aukafjárveitingar hefur lengi verði beðið enda líður hratt á þann tíma sem vænlegur er til slíkra framkvæmda. G.Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir að starfsfólk Vegagerðarinnar hafi verið tilbúið og nú verði…Lesa meira

true

Leggur til að vindorkugarður í Garpsdal fari í nýtingarflokk

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, leggur til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Tillaga ráðherra hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en með henni er lögð til breyting á tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar sem lagði til við ráðherra í maí síðastliðnum að allir tíu vindorkukostirnir í 5. áfanga…Lesa meira

true

ÍA vermir áfram botnsætið eftir tap gegn Fram

Leikmenn ÍA sóttu ekki stig gegn Fram þegar liðin mættust í 14. umferð Bestu-deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í sumarblíðu Írskra daga á Jaðarsbökkum og áhorfendamet var slegið þegar 1.144 mættu til þess að fylgjast með leiknum. Leikurinn var leikur margra færa en aðeins eitt þeirra nýttist. Það voru leikmenn Fram sem skoruðu…Lesa meira

true

Auknar tekjur hafnarsjóðs

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn það sem af er árinu eru 9.986 tonn, eða 16,3% meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Bókað er að tekjur af komum skemmtiferðaskipa eru um sjö milljónum króna hærri nú og heildar tekjur hafnarsjóðs, þ.e. hafnargjöld og þjónustugjöld, eru um 19…Lesa meira