Fréttir

true

Leyfi til litarefnarannsóknar í Hvalfirði í skoðun

Utanríkisráðuneytið hefur nú til skoðunar endurupptökubeiðni frá Röst sjávarrannsóknarsetri ehf. um leyfi til vísindarannsókna í Hvalfirði. Líkt og kom fram í fréttum Skessuhorns sótti Röst á sínum tíma um rannsóknarleyfi til íblöndunar vítissóta í Hvalfjörð. Var rannsókninni ætlað að kanna hvort auka mætti basavirkni sjávar á litlu svæði. Verkefnið hlaut afar blendin viðbrögð íbúa við…Lesa meira

true

Ísland á leið heim af EM eftir leik við Noreg á fimmtudaginn

Eftir að úrslit í öðrum leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Sviss lágu fyrir í gærkvöldi, er ljóst að liðið á enga möguleika á að komast í átta liða úrslit á mótinu. Einn leikur er eftir á fimmtudaginn, á móti Noregi, en úrslitin skipta engu máli fyrir Ísland, annað en upp á stoltið.…Lesa meira

true

Gul viðvörun vegna suðaustan hvassviðris í dag

Veðurstofan bendir á að í dag orsakar lægð hvassviðri um vestanvert landið. Gul viðvörun er í gildi frá klukkan 15 í dag við spásvæðin Breiðafjörð og Faxaflóa – og fram á nótt. Á Breiðafjarðarsvæðinu verður suðaustan 10-18 m/s með vindhviður að 25-30 m/s á Snæfellsnesi. Við Faxaflóa er spáð suðaustan 8-15 m/s með vindhviður að…Lesa meira

true

Metaðsókn er í lögreglunám

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu svo yfir mest allan apríl mánuð. Nú liggur fyrir að 96 nýnemar munu hefja nám við skólann í haust og er það metfjöldi nýnema í náminu. Í janúar sl. kynnti dómsmálaráðherra áform sín…Lesa meira

true

Akraneskaupstaður þrýstir á styttingu leikskóladvalar með lækkun og hækkun gjalda

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum á miðvikudaginn tillögur skóla- og frístundaráðs um breytingu á leikskólagjöldum. Breytingin veitir afslætti á bilinu 25-35% til þeirra er dvelja sjö tíma eða styttra en hækkar umtalsvert kostnað þeirra er dvelja lengur en átta tíma eða um allt að 40%. Gjaldskrá utan hefðbundins dagvinnutíma þrefaldast í verði. Rúmlega 400…Lesa meira

true

Handritahátíð á Eiríksstöðum um næstu helgi

Helgina 12. og 13. júlí næstkomandi er helguð sögnum og handritum á Eiríksstöðum í Haukadal. Á dagskrá er sitthvað fyrir alla, jafnt unga sem aldna; leikir, sögur, hægt er að skoða og sjá, enda verða mörg járn í eldinum þessa helgi. Sútarar, bókasafnarar, prestar, sögufólk og fleiri leggja leið sína á Eiríksstaði þessa helgi til…Lesa meira

true

Ólafsvíkurvaka heppnaðist með ágætum – myndasyrpa

Ólafsvíkurvaka var haldin um helgina í brakandi blíðu og sól, eins og reyndar venja er þegar þessi bæjarhátíð fer fram. Margt var í boði á hátíðinni, fyrir alla aldurshópa og gestir voru fjölmargir. Myndaðist góð stemning og götur bæjarins voru fullar af fólki sem spókaði sig um í blíðunni. Þétt dagskrá byrjaði strax á fimmtudaginn…Lesa meira

true

Lokadagur Fjórðungsmóts Vesturlands runninn upp

Fjórðungsmóti Vesturlands lýkur í Borgarnesi í dag. Þá fara fram A úrslit í öllum flokkum, en dagskráin stendur frá klukkan 12-16. Ástæða er til að hvetja alla áhugasama að mæta í brekkuna og sjá úrval þeirra hrossa og knapa sem tekið hafa þátt í forkeppnum á mótinu. Fram til þessa hefur mótið gengið prýðilega fyrir…Lesa meira

true

Mótorhjólaslys í Staðarsveit

Eftir hádegi í gær varð mótorhjólaslys í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá. Ökumaður missti stjórn á hjóli sínu og ók útaf. Vegfarendur komu að vettvangi, tilkynntu um slysið og hlúðu að ökumanni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti hún manninn á spítala í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.Lesa meira

true

Ástand Snæfellsnesvegar hefur aldrei verið verra

Á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar síðastliðinn fimmtudag var fjallað um vegamál, ástand þjóðvegar 54, Snæfellsnesvegar. Bent er á að ástand vegarins hafi aldrei verið verra. Á það ekki síst við í næsta nágrenni Grundarfjarðar, á Snæfellsnesi og langleiðina suður í Borgarnes. „Bæjarstjórn hefur margsinnis gert athugasemdir við hættulegt ástand þjóðvegarins. Fyrr á þessu ári sendu sveitarstjórnir…Lesa meira