Fréttir

true

Norðurálsmótið fertugt en aldrei ferskara

Einn af hápuntum mannlífsflórunnar á Akranesi og þótt víðar væri leitað, Norðurálsmótið í knattspyrnu, verður haldið í næstu viku. Fjörtíu ár eru síðan mótið var haldið í fyrsta skipti en mótið er síungt og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní verður nokkurs konar hliðarmót fyrir stráka og stelpur úr 8. flokki. Hið…Lesa meira

true

Héldu þrjú hundraðasta fund bæjarstjórnar

Í gær voru merk tímamót í Grundarfirði þegar haldinn var 300. fundur í bæjarstjórn. Sú talning hófst þegar nafni sveitarfélagsins var breytt úr Eyrarsveit í Grundarfjarðarbæ eftir nafnakosningu í nóvember 2001, en þá varð hreppsnefnd Eyrarsveitar að bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar. Á fundi bæjarstjórnar nú voru vegamál enn og aftur á dagskrá, líkt og á 200. fundinum…Lesa meira

true

Eins gott að finnast gaman að reikna

Rætt við Magnínu G. Kristjánsdóttur fjármálastjóra Dalabyggðar. Hún á áratuga starf að baki fyrir sveitarfélagið og hefur unnið þar með níu sveitarstjórum Magnína er Dalakona. Hún átti heima á Sámsstöðum í Laxárdal til sjö ára aldurs en Guðbjörg Margrét Jónsdóttir móðir hennar er þaðan og þar bjuggu móðurafi hennar og amma. Faðir Magnínu, Kristján Gunnlaugur…Lesa meira

true

Ólík sveitarfélög Borgarbyggð og Skorradalshreppur

Samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur lagt til að sveitarfélögin verði sameinuð. Í haust munu íbúar sveitarfélaganna ganga að kjörborðinu og taka hina endanlegu ákvörðun í málinu. Þó sveitarfélögin tvö séu samliggjandi eru þau í eðli sínu afar ólík í grunninn. Ekki síst í fjölda íbúa. Íbúar Borgarbyggðar voru 4.355 talsins 1. janúar 2025 en íbúar…Lesa meira

true

Klifrað í klettunum við Landnámssetrið

Í Suðurnesklettum við Landnámssetrið í Borgarnesi er nú í gangi klifurnámskeið. Á því eru nemendur í 5. til 7. bekk grunnskólans. Páll Einarsson er kennari á námskeiðinu en hann rekur ásamt Agnesi Hjaltalín Andradóttur fyrirtækið Úti er ævintýri. Saman hafa þau staðið fyrir útivistarkennslu í Borgarnesi undanfarin misseri, þar á meðal fjallamennskuáfanga í Menntaskóla Borgarfjarðar…Lesa meira

true

Stefnir á píanótónleika í Borgarneskirkju

Píanóleikarinn Benjamín Gísli Einarsson leggur af stað í tónleikaferðalag um Ísland dagana 19. til 29. júní næstkomandi. Þar mun hann leika eigin tónsmíðar í bland við íslenskar dægurlagaperlur í eigin útsetningum. Fimmtudaginn 19. júní klukkan 20 heldur hann tónleika í Borgarneskirkju. Þar verður miðaverð 3500 kr en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit hafnar nýrri efnisnámu

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hafnað að vinna að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins svo heimilt verði að hefja efnistöku og efnislosun á landi Gandheima og landi Geldigaár. Það var Námufjélagið ehf. í Reykjavík, Hafsteinn Hrafn Daníelsson og Hafsteinn Daníelsson ehf. sem óskuðu heimildarinnar á jörðunum sem eru annars vegar í eigu Hafsteins og Hafsteins Daníelssonar ehf. Svæðið…Lesa meira

true

Laugar í Sælingsdal í hendur nýrra eigenda

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær sölu eigna sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal til fyrirtækisins Laxár ehf. Söluverðið er 270 milljónir króna sem byggt er á kaupleigusamningi sem gerður var 2022. Samningurinn nær til tíu fasteigna við Laugar. Stærst eignanna er gamla skólahúsið sem nú er innréttað sem hótel með 42 herbergjum. Þá…Lesa meira

true

Samið um smíði björgunarskipa númer sjö og átta

Í byrjun vikunnar skrifuðu formaður og framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar undir samning við finnsku skipasmíðastöðina Kewatec um smíði björgunarskipa númer sjö og átta í endurnýjunarferli allra þrettán björgunarskipa félagsins. Skipin verða afhent á næsta ári og áætlað er að þau fari á Vopnafjörð og Patreksfjörð. Áætluð afhending er fyrri hluta sumars fyrir fyrra skipið og að…Lesa meira

true

Nýtt stórhýsi Þróttar sprettur upp

Á undanförnum vikum hefur nýtt hús tekið á sig æ stærri mynd í Lækjarflóa ofan Akraness. Húsið mun í fyllingu tímans hýsa starfsemi jarðvinnufyrirtækisins Þróttar ehf. á Akranesi sem undanfarna áratugi hefur haft aðsetur á Ægisbraut. Að sögn Helga Ómars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra verður húsið ríflega 1.300 fermetrar að stærð. Hluti þess verður á tveimur hæðum.…Lesa meira