Fréttir

true

Matvælastofnun varar við kræklingi úr Hvalfirði

Eiturþörungar hafa ár eftir ár verið viðvarandi í sjó í Hvalfirði yfir sumartímann. Maí og júní hafa verið sólríkir og er ástæða til að ætla að eiturþörungar í sjó dafni víða vel. Því varar Matvælastofnun almenning við því að tína og borða krækling í Hvalfirði og öðrum vinsælum stöðum til kræklingatínslu við landið. Margir þekkja…Lesa meira

true

Úthlutað úr sprotasjóði skóla

Sprotasjóður leik,- grunn- og framhaldsskóla hefur úthlutað 81 milljón króna til 30 skólaþróunarverkefna fyrir næsta skólaár. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Bragi Þór Svavarsson, formaður stjórnar sjóðsins, afhentu styrkina við hátíðlega athöfn í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Sprotasjóður styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga,…Lesa meira

true

Ágreiningur um hversu fljótt verði gengið í niðurrif í Brákarey

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar vill seinka niðurrifi sláturhússins í Brákarey, sem almennt eru kallaðar burstirnar þrjár, og telur það standa sveitarstjórn nær að eyða þeirri óvissu sem ríkt hefur hjá öðrum eigendum fasteigna í Brákarey vegna skipulagsmála. Allt frá því að Borgarbyggð festi kaup á sláturhúsinu í Brákarey árið 2005 hafa verið uppi ýmsar…Lesa meira

true

LbhÍ sinnir áfram rannsóknum á fræðasviði sínu

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) hafa undirritað samning um áframhaldandi þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar fyrir árin 2025-2027. „Markmið samningsins er að stuðla að öflugum rannsóknum og nýsköpunar- og þróunarstarfsemi á sviði landbúnaðar- og matvælaframleiðslu. Atvinnuvegaráðuneytið felur LbhÍ að vinna að verkefnum er varða rannsóknir,…Lesa meira

true

Heimili fólks en ekki stofnun

Heimsókn á hjúkrunarheimilið að Fellsenda í Miðdölum Hjúkrunarheimilið á Fellsenda hefur verið í rekstri síðan árið 1968 og var á sínum tíma stofnað fyrir gjafafé. Í dag er þar stór vinnustaður. En fyrst og fremst er þar griðastaður, fyrir aldraða geðfatlaða einstaklinga. Hugsunin er sú að um heimili sé að ræða, ekki stofnun. Blaðamaður Skessuhorns…Lesa meira

true

Auður nýr forseti bæjarstjórnar

Auður Kjartansdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar á dögunum. Tekur hún við embættinu af Birni H. Hilmarssyni sem gegnt hefur því frá árinu 2017. Varaforsetar voru kjörnar Margrét Sif Sævarsdóttir og Júníana Björg Óttarsdóttir. Þá urðu mannabreytingar í bæjarráði en það skipa nú áður nefnd Júníana og Björn og Fríða Sveinsdóttir. Varamenn í bæjarráði eru…Lesa meira

true

Ný hugsun í nýtingu ullar

Nýsköpunarfyrirtækið Urður ullarvinnsla hefur opnað dyr sínar í Rauðbarðaholti í Hvammssveit og þar er tekið á móti gestum alla daga í sumar. Viðskiptahugmyndin er ný. En hún byggir á íslensku ullinni, afurð sem hefur fylgt þjóðinni allt frá landnámi. Rauðbarðaholt er í Hvammssveit, í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Búðardal. Þar hafa ungu hjónin og…Lesa meira

true

Ný stjórn tekin við í hestamannafélaginu Borgfirðingi

Í gærkvöldi fór fram almennur félagsfundur í hestamannafélaginu Borgfirðingi í Vindási. Húsfyllir var á fundindum, á annað hundrað manns, og ljóst að þungur tónn var undirliggjandi. Til fundarins var boðað í síðustu viku í kjölfar þess að tillaga um vantraust á stjórn hafði borist þar sem yfir tíu prósent félagsmanna rituðu nafn sitt undir. Áður…Lesa meira

true

Kjartan hlaut heiðursverðlaun Grímunnar

Verðlaunahátíð Sviðslistasambands Íslands, Gríman, var haldin í gær. Þar var Kjartani Ragnarssyni í Borgarnesi veitt heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til sviðslista. Spannar ferill Kjartans rúm sextíu ár og eftir hann liggja þekkt leikverk á borð við Týndu teskeiðina, Saumastofan og fleiri verk. Sjálfur hefur hann leikið á sviði og í kvikmyndum, ýmsar eftirmynnilegar persónur. Undanfarna…Lesa meira

true

Samstarfsnefnd leggur til sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar

Samstarfsnefnd um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar gekk í gær frá skilabréfi sínu þar sem lagt er til að sveitarfélögin tvö verði sameinuð. Kosið verður um  sameiningu í september. Samstarfsnefndin hefur starfað undanfarna mánuði og hélt tíu bókaða fundi. Í starfi sínu skipaði hún starfshópa sér til stuðnings er fjölluðu um einstaka málaflokka sveitarfélaganna. Þá hélt…Lesa meira