
Ingibjörg við spunavélina. Ljósmyndir: gj
Ný hugsun í nýtingu ullar
Nýsköpunarfyrirtækið Urður ullarvinnsla hefur opnað dyr sínar í Rauðbarðaholti í Hvammssveit og þar er tekið á móti gestum alla daga í sumar. Viðskiptahugmyndin er ný. En hún byggir á íslensku ullinni, afurð sem hefur fylgt þjóðinni allt frá landnámi.