
Samstarfsnefnd leggur til sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar
Samstarfsnefnd um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar gekk í gær frá skilabréfi sínu þar sem lagt er til að sveitarfélögin tvö verði sameinuð. Kosið verður um sameiningu í september. Samstarfsnefndin hefur starfað undanfarna mánuði og hélt tíu bókaða fundi. Í starfi sínu skipaði hún starfshópa sér til stuðnings er fjölluðu um einstaka málaflokka sveitarfélaganna. Þá hélt nefndin einnig íbúafundi í sveitarfélögunum.