Fréttir

true

Það eru engir kábójar til sjós í dag

Rætt við Hilmar Snorrason, sem var skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna í rúm 30 ár Öryggi sjómanna og sæfarenda hefur verið Hilmari Snorrasyni hugleikið frá því að hann var mjög ungur að árum. Það er honum líklega í blóð borið, því faðir hans byrjaði að vera með hjálm við vinnu sína á sjó um 1970. Það þótti…Lesa meira

true

Fasteignamat á Vesturlandi hækkar um 9,2%

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur birt fasteignamat fyrir árið 2026, en stofnunin reiknar það árlega og birtir í lok maímánaðar. Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella hér. Fasteignamat næsta árs verður 9,2% hærra en núgildandi fasteignamat. Hækkunin á Vesturlandi er sú sama, eða 9,2% að meðaltali. Meðalhækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis…Lesa meira

true

Fengu að fræðast um búnað slökkviliðs og sjúkrabílinn – myndasyrpa

Það var líf og fjör á planinu við slökkvistöðina á Akranesi í morgun. Þá mættu nemendur úr útskriftarhópum leikskólanna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit á árlega vorhátíð sem nefnist Logi og Glóð. Hver leikskóli fékk sinn klukkutíma. Starfsmenn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar auk áhafnar á einum sjúkrabíl frá HVE sýndu börnunum tæki og tól viðbragðsaðila.…Lesa meira

true

Branddúfa á ferð á Snæfellsnesi

Af og til mæta hingað til lands sjaldséðir flækingsfuglar. Branddúfa er nú í Ólafsvík þar sem Eyjólfur Matthíasson fuglaljósmyndari náði mynd af henni í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem staðfest er að dúfa af þessari tegund komi hingað til lands, en hún sást fyrst í Ólafsvík 21. maí síðastliðinn. Dúfa þessi er í…Lesa meira

true

Bætist í bílaflotann hjá Reyni Jóhannssyni

Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar fengu í morgun afhenta nýja rútu í flotann, Bens Tourismo, 53 manna glæsilegan bíl málaðan og merktan í Reynislitnum þekkta. Það er Landfari, systurfélag Öskju, sem flytur bílinn inn og selur. Sigurður Einar Steinsson sölustjóri afhenti Reyni Jóhannssyni og fjölskyldu nýja bílinn við söluumboðið Öskju Vesturlandi. Rúta af þessari gerð kostar hingað…Lesa meira

true

„Við viljum alltaf mikið af mörkum og almennu fjöri“

Rætt við Aron Gauta Kristjánsson þjálfara Reynis Hellissands Reynir Hellissandi spilar þriðja árið í röð í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en í fyrra endaði liðið í 8. sæti af níu í B riðli með níu stig úr 16 leikjum. Aron Gauti Kristjánsson hefur tekið við keflinu sem þjálfari liðsins en Ólafur Helgi…Lesa meira

true

Örsögur af sjó

Þrír sjómenn rifjuðu upp sögur af sjónum Á dögunum var opinn dagur á Breið nýsköpunarsetri við Bárugötu á Akranesi og heppnaðist hann mjög vel. Einn af dagskrárliðunum var það sem hét „Örsögur af sjó“ en þar rifjuðu þrír sjómenn nokkrar sögur af sjónum áður fyrr og nokkuð merkilegar. Þetta voru þeir Þorvaldur Guðmundsson, Viðar Gunnarsson…Lesa meira

true

Bókunarstaðan frábær og spennandi sumar framundan

Rætt við forsvarsmenn Ocean Adventures í Stykkishólmi Árið 2016 stofnuðu þau Hreiðar Már Jóhannesson og Hulda Hildibrandsdóttir fyrirtækið Ocean Adventures. Bjóða þau nú upp á þrjár mismunandi ferðir með ferðafólk; Lunda-ferð, Sjóstanga-ferð og Flateyjar-ferð. Blaðamaður kemur sér niður að höfn í Stykkishólmi og sér þar að ferðafólk er komið niður að flotbryggjunni. Hjón frá Hollandi…Lesa meira

true

Hyggjast fjölga flugskýlum

Á afgreiðslufundi byggingafulltrúa Borgarbyggðar í dag var lögð fram umsókn frá Ferðaþjónustunni Húsafelli ehf. um að fá að byggja fjögur ný flugskýli í nágrenni við flugvöllinn. Stærð hvers og eins skýlis verður 300 fm. Áformað er að byggja stálgrindarhús og klæða þau með yleiningum. Hönnuður er Nýhönnun ehf. Byggingaráform voru samþykkt enda uppfylla þau ákvæði…Lesa meira

true

FVA gaf Taflfélagi Reykjavíkur skákbókasafn Hjálmars

Stefna Steinunnar Ingu Óttarsdóttur skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er skýr: „Losum okkur við dót sem orðið er úrelt og ekki er verið að nota; best er að koma því annað í brúk.“ Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi FVA, Skruddunni, sem kom út í vikunni. „Það var því sérlega gleðilegt að geta á dögunum…Lesa meira