Fréttir

true

„Oft ótrúlega erfitt að lesa í þessa deild“

Rætt við Brynjar Kristmundsson þjálfara Víkings Ó um komandi tímabil Víkingur Ólafsvík varð í fjórða sæti í 2. deild karla í knattspyrnu á síðasta tímabili. Víkingur er á sínu fjórða ári í röð í 2. deild og þjálfari liðsins í sumar er Brynjar Kristmundsson eins og síðustu tvö árin þar á undan. Blaðamaður Skessuhorns heyrði…Lesa meira

true

Lækka viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

Fáar tilkynningar um dauða villtra fugla hafa borist Matvælastofnun undanfarna tvo mánuði og engir fuglar né spendýr greinst með skæða fuglainflúensu síðan um miðjan mars. „Í ljósi þess að nú eru flestir farfuglar komnir til landsins, og ekkert sem bendir til þess að fuglainflúensuveirur hafi borist með þeim, telur áhættumatshópur um fuglainflúensu óhætt að færa…Lesa meira

true

Fjölmenni á námskeiði í sjókajak – myndasyrpa

Það er margt um manninn á Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina þegar Sjókajakfélag Íslands, See kayak Iceland, stendur fyrir námskeiði. Alls eru 74 þátttakendur á námskeiðinu og þar af yfir 40 erlendir nemendur og nokkrir sem komu alla leið frá Afríku. Kennarar eru flestir amerískir. Að sögn hafnarvarðar er þetta fjölmennasta námskeið sem haldið hefur…Lesa meira

true

„Ég veit ekki betur en við séum Evrópumeistarar í að slást“

Rætt við Jóhönnu Vigdísi Pálmadóttur, 19 ára glímukonu úr Dölunum Jóhanna Vigdís Pálmadóttir hefur æft glímu frá sex ára aldri. Hún hefur verið kosin íþróttamanneskja UDN í þrjú skipti og hefur verið að glíma með landsliði Íslands frá árinu 2023. Nýverið kom Jóhanna heim með Evrópumeistaratitil í Gouren, en það er hefðbundinn glímustíll frá Bretagne,…Lesa meira

true

Sumar á Skaga – Myndasyrpa

Það var ekki hægt annað í morgun en að stelast út af skrifstofunni og kíkja út í blíðuna til að fagna fyrsta alvöru sumardeginum á Skipaskaga þetta sumarið. Blaðamaður Skessuhorns fór smá hjólarúnt og kíkti við á leik- og grunnskólum bæjarins til að fanga stemninguna. Hún var góð og ekki að sjá annað en börnin…Lesa meira

true

Fræðst um jarðhræringar í Ljósufjallakerfinu

Íbúar upplýstir um aukna skjálftavirkni og mögulega náttúruvá Um eitt hundrað manns mættu í Hjálmaklett í Borgarnesi í gærkvöldi til að hlýða á erindi Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings um jarðhræringar í Ljósufjallakerfinu. Þar hefur jarðskjálftum fjölgað gríðarlega á þessu ári og margir sem hafa áhyggjur af því að þessi forna eldstöð sé nú að vakna…Lesa meira

true

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur Eyrarrósina

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins og voru verðlaunin afhent í nítjánda sinn í gær. Alls bárust 34 umsóknir um Eyrarrósina og hvatningarverðlaun hvaðanæva af landinu. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hlýtur verðlaunin að þessu sinni og skipar sér í hóp framúrskarandi verkefna sem hlotið hafa verðlaunin á síðustu 20 árum. Una…Lesa meira

true

Gatan Vallholt í Ólafsvík endurnýjuð

Gatnaframkvæmdir hefjast í Vallholti í Ólafsvík í næstu viku. Framkvæmdin er umsvifamikil og verður framkvæmdasvæði endurnýjað, bæði gata og gangstéttir. Skipt verður um jarðveg í götunni og allar lagnir. Verktakafyrirtækið B. Vigfússon vinnur framkvæmdina fyrir Snæfellsbæ. Rarik nýtir tækifærið til að skipta um strengi og lagnir auk þess sem Míla leggur ljósleiðara í götuna. Að…Lesa meira

true

Fjöldi gesta á opnum degi á Breið

Seinni partinn síðasta miðvikudag var opinn dagur á Breið nýsköpunarsetri við Bárugötu á Akranesi og heppnaðist hann með eindæmum vel. Fjöldi gesta lagði leið sína í húsið, naut dagsins og kynnti sér fjölbreytta og spennandi frumkvöðlastarfsemi sem þar fer fram. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar voru með kynningar á starfsemi sinni og þeim verkefnum sem þau…Lesa meira

true

Hitabylgja í Borgarnesi

Nemendum í Grunnskóla Borgarness leiddist þófið í fyrradag, þegar 18 gráðu hiti var í bænum og fóru út á bryggju og kældu sig með því að hoppa í sjóinn. Áfram er spáð blíðskaparveðri á öllu landinu og verða vafalaust margir sem munu nýta sér það.Lesa meira