
Æft í víkum og vogum við Arnarstapa. Ljósm. AF
Fjölmenni á námskeiði í sjókajak – myndasyrpa
Það er margt um manninn á Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina þegar Sjókajakfélag Íslands, See kayak Iceland, stendur fyrir námskeiði. Alls eru 74 þátttakendur á námskeiðinu og þar af yfir 40 erlendir nemendur og nokkrir sem komu alla leið frá Afríku. Kennarar eru flestir amerískir. Að sögn hafnarvarðar er þetta fjölmennasta námskeið sem haldið hefur verið á staðnum. Veðrið skartar sínu fegursta; sól og blíða, og ekki annað að sjá en að nemendur skemmti sér hið besta.