
Sumar á Skaga – Myndasyrpa
Það var ekki hægt annað í morgun en að stelast út af skrifstofunni og kíkja út í blíðuna til að fagna fyrsta alvöru sumardeginum á Skipaskaga þetta sumarið. Blaðamaður Skessuhorns fór smá hjólarúnt og kíkti við á leik- og grunnskólum bæjarins til að fanga stemninguna. Hún var góð og ekki að sjá annað en börnin kynnu vel að meta góða veðrið.