Fréttir

Lækka viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

Fáar tilkynningar um dauða villtra fugla hafa borist Matvælastofnun undanfarna tvo mánuði og engir fuglar né spendýr greinst með skæða fuglainflúensu síðan um miðjan mars. „Í ljósi þess að nú eru flestir farfuglar komnir til landsins, og ekkert sem bendir til þess að fuglainflúensuveirur hafi borist með þeim, telur áhættumatshópur um fuglainflúensu óhætt að færa viðbúnað af hættustigi niður á óvissustig,“ segir í tilkynningu. Matvælastofnun hefur því lagt til við ráðherra að afnema þær varnaraðgerðir sem fyrirskipaðar voru með auglýsingu í Stjórnartíðindum í desember 2024.

Lækka viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu - Skessuhorn