Fréttir

true

Höfnin full og allir að fá skammtinn sinn

Síðastliðið þriðjudagskvöld voru 47 strandveiðibátar í höfninni á Arnarstapa. Guðmundur Már Ívarsson hafnarvörur, Mási, sagði alla hafa náð strandveiðiskammtinum þann daginn og auk þess talsverðu af stórufsa einnig. „Þetta hefur verið mikil og skemmtileg törn,“ sagði Mási í samtali við Skessuhorn; „þrátt fyrir allan þennan fjölda báta gengur þetta eins og smurð vél,“ bætti hann…Lesa meira

true

Markmiðið er að vinna deildina

Rætt við Carlos Saavedra og Declan Redmond, spilandi þjálfara meistaraflokks karla hjá Skallagrími Skallagrímur í Borgarnesi spilar í 5. deild karla í knattspyrnu í sumar en liðið féll úr deildinni fyrir ofan í fyrra. Á síðasta tímabili tóku þeir Carlos Saavedra og Declan Redmond við liðinu sem spilandi leikmenn liðsins og eru þeir nú á…Lesa meira

true

Ný Pétrísk-íslensk orðabók með alfræðiívafi

Glóðvolg úr prentsmiðju er nú komin ný Pétrísk-íslensk orðabók, að þessu sinni með alfræðiívafi. Þetta er 37. útgáfa bókarinnar en sú fyrsta leit dagsins ljós 1988. Höfundur nú sem fyrr er Pétur Þorsteinsson frá Hömrum í Reykholtsdal sem nýverið lét af störfum sem prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík, enda hefur hann nú fyllt tuginn þegar…Lesa meira

true

Ný stjórn Landsbjargar

Um liðna helgi var á Selfossi haldið landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Yfir 500 félagar sóttu þingið og viðburði tengda því á Selfossi og í nágrenni. Samhliða landsþinginu voru haldnir Björgunarleikar, þar sem lið frá fjölmörgum björgunarsveitum kepptu sín á milli við að leysa ýmis verkefni sem Björgunarfélag Árborgar hafði lagt fyrir þau. Landsþingið kaus félaginu nýja…Lesa meira

true

Nemendur í Steam í MB sýndu verk sín

Nemendur í lokaáfanga Steam við Menntaskóla Borgarfjarðar voru með sýningu á verkefnum sínum í Hyrnutorgi í Borgarnesi í gær. STEAM stendur fyrir vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Verkefnin voru mörg hver mjög áhugaverð og metnaðarfull og skapaðist umræða á milli gesta og nemenda um hvert þeirra. Eðli STEAMS náms er að samþætta greinar og…Lesa meira

true

Sending upp á 56 tonn mætt í Borgarnes

Nokkur viðbúnaður var í Borgarnesi í gær þegar 56 tonna rekhamar var fluttur inn í bæinn. Vegna stærðar og umfangs hamarsins þurfti að stýra umferð við gatnamót Borgarbrautar og Skallagrímsgötu, áður en hamrinum var bakkað niður Skallagrímsgötuna. Hlynur Ólafsson, verkefnastjóri framkvæmda hjá Borgarbyggð og Orri Jónsson svæðisstjóri Eflu á Vesturlandi, sáu um að stýra umferð…Lesa meira

true

Niðurrif hafið út í Brákarey

Hafist var handa í gær við niðurrif á gömlu fóðurgeymslunni í Brákarey í Borgarnesi en búið er að afgirða framkvæmdarsvæðið vel af. Þá eru brátt dagar gúanósins taldir.Lesa meira

true

Ég tuðaði þangað til við fórum af stað

Rætt við Grétar Jónatan Pálmason, ungan knattspyrnumann hjá ÍA um ferðalög, fótbolta, félagslíf og framtíðina Grétar Jónatan Pálmason er 16 ára gamall Búðdælingur sem stundar nám við Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Grétar er í nemendafélagi MB og stundar fótbolta á Akranesi en hefur frá sex ára aldri stundað fótboltaæfingar í Borgarnesi og á Akranesi. Skessuhorn…Lesa meira

true

Unnið við að loka íþróttahúsinu í Búðardal

Íþróttahúsið í Búðardal er að taka á sig mynd og miðar framkvæmdum ágætlega. „Verktakinn er að vinna í því á fullu að loka húsinu svo hægt sé að hefjast handa við frágang innanhúss og svo er lagnavinna undir sundlaugarsvæði einnig á fullu,“ segir Fannar Þór Þorfinnsson, starfsmaður Eflu í samtali við Skessuhorn. Björn Bjarki Þorsteinsson…Lesa meira

true

Byggt yfir sviðið í Skallagrímsgarði

Nú er unnið við að slá upp yfirbyggingu á sviðið í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Í gær voru starfsmenn Borgarbyggðar ásamt verktökum að koma fyrir þakbitum. Byggingin verður timburklædd og mun í framtíðinni skýla þeim sem stíga á svið. Vonir standa til að verkinu verði lokið fyrir 17. júní hátíðarhöldin.Lesa meira