Fréttir

true

Flýtti sér í heiminn við Dalsmynni

Ágústa Einarsdóttir og Sveinn Bárðarson í Grundarfirði vöknuðu snemma morguns mánudaginn 21. apríl síðastliðinn þar sem Ágústa hafði misst legvatnið en hún var þá gengin nær fulla meðgöngu með barn þeirra. Þau höfðu strax samband við fæðingadeildina á Akranesi og boðuðu komu sína. Ekki var lagt af stað í neinum flýti heldur fór Ágústa í…Lesa meira

true

Fyrsti skóladagur í nýbyggingu Grundaskóla

Síðasta miðvikudag hófst kennsla í nýbyggingu Grundaskóla á Akranesi þegar 1.-3. bekkur var færður inn á kennslusvæðið og hluti verk- og listgreina. Unnið er að lokaframkvæmdum sem verður að fullu lokið í byrjun næsta skólaárs. Að sögn Sigurðar Arnars Sigurðssonar skólastjóra er mikil ánægja með nýja kennsluálmu enda er kennsluhúsnæðið bæði bjart og fallegt. Kennslustofum…Lesa meira

true

Opnuðu Urði ullarvinnslu fyrir gestum

Smáspunaverksmiðjan Urður ullarvinnsla að Rauðbarðaholti í Hvammssveit í Dölum var opnuð sumardaginn fyrsta. Mikill fjöldi gesta sótti opnunarhátíðina sem þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Inga, og Einar Hlöðver Erlingsson buðu til af þessu tilefni auk þess sem gestum bauðst að skoða vinnsluna á meðan Jörvagleðin stóð yfir. Síðustu misseri hafa hjónin staðið í ströngu við að…Lesa meira

true

Komu við á Höfða í árlegri sumarreið

Á fyrsta degi sumars er áralöng hefð hjá félögum hjá hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit að efna til hópreiðar um Langasand og með viðkomu á Höfða. Mörgum félögum þykir þessi hefð nauðsynleg byrjun á sumrinu. Í ár nutu hestar og menn sín vel í blíðunni. Stefán G. Ármannsson í Skipanesi er formaður Dreyra.…Lesa meira

true

Skólastarf undir berum himni

Síðastliðinn föstudag var Dagur umhverfisins og af því tilefni fór skólastarfið í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit alfarið fram undir berum himni. Skólabílarnir óku að þessu sinni nemendum í Krossland í Hvalfjarðarsveit þar sem boðið var upp á morgunverð. Eftir morgunverð hófu nemendur og starfsmenn fjöruhreinsun á Innnesinu. Töluvert mikið magn af rusli fannst og það var…Lesa meira

true

Héldu aðalfund á Höfða og gáfu sjúkrarúm

Aðalfundur Lionsklúbbs Akraness var haldinn 15. apríl síðastliðinn á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Af því tilefni var heimilinu fært að gjöf fullkomið sjúkrarúm. Rúmið er ætlað sjúklingum sem eru að mestu eða öllu leyti rúmfastir og þurfa mikla umönnun. Það er gætt ýmsum eiginleikum og er rafknnúið, en það auðveldar alla umönnun mikið veikra og…Lesa meira

true

Lionsþing var haldið í Ólafsvík

Lionsþing Fjölumdæmis 109 var haldið í Ólafsvík dagana 25. og 26. apríl sl.  Um var að ræða afmælisþing hreyfingarinnar, en þetta var 70. lionsþingið. Þingið var haldið í boði Lionsklúbbs Ólafsvíkur og Lionsklúbbsins Ránar. Það sóttu 225 manns og heppnaðist í alla staði mjög vel. Þökk sé góðri skipulagningu heimaklúbbanna. Á föstudeginum voru skólar verðandi…Lesa meira

true

Fóru í menningarferð til Danmerkur

Á þessu ári hófst samstarf Grunnskóla Borgarfjarðar við tvo skóla í gegnum Nordplus. Samstarfsverkefnið hefur yfirheitið Cultural heritage eða menningarleg arfleið og fjallar um að nemendur kynnist menningu annarra landa, bæði hvað varðar hversdags og áhrif landanna á menningu annarra. Samstarfsskólarnir eru í Odense í Danmörku og Sievi í Finnlandi en fyrsta heimsókn var í…Lesa meira

true

Íslensku jólasveinarnir eru úr Dölunum

Verkefni Þorgríms á Erpsstöðum og fleiri að raungerast Fjölmenni var saman komið í félagsheimilinu Árbliki í Suðurdölum í gær. Þá fór fram kynning á fyrsta stuðlinum sem settur verður upp um íslensku jólasveinana. Þrettán slíkum stuðlum, jafn mörgum og jólasveinarnir, verður dreift um Dalina á næstu misserum. Á þessari samkomu kynntu forsvarsmenn verkefnisins tilurð þess,…Lesa meira

true

Þriðja tap Skagamanna í röð í Bestu deildinni

Gömlu stórveldin, KR og ÍA, áttust við í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Avis vellinum í Laugardalnum. Veðrið og vallaraðstæður voru með besta móti, engin sól var en nánast logn og ágætis lofthiti. Fyrir viðureignina voru bæði lið með þrjú stig, KR-ingar eftir þrjú jafntefli í fyrstu…Lesa meira