Fréttir

true

Fjölmenni á Davíðsmóti í Dölum

Davíðsmótið í Dölum vestur í bridds var spilað í Tjarnarlundi í Saurbæ síðastliðinn laugardag. Þátttaka á mótið var með ágætum, 31 par tók þátt og mótinu stýrði Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum. Spiluð voru 28 spil. Úrslit urðu þau að Unnar Atli Guðmundsson og Jörundur Þórðarson báru sigur úr býtum með 60,84% skor. Í öðru sæti…Lesa meira

true

Plokkað í Grundarfirði

Í gær var stóri plokkdagurinn víðs vegar um landið, meðal annars í Grundarfirði. Þá kom fólk saman í Þríhyrningnum klukkan ellefu um morguninn þar sem fólk fékk ruslapoka og hanska og var svo skipt í hópa. Hver hópur fór svo um eitt af fimm hverfum bæjarins og hreinsaði til. Plokkað var í tvær klukkustundir en…Lesa meira

true

Segja ráðherra skorta innistæðu fyrir auknum strandveiðum

Frestur til að sækja um leyfi til strandveiða rann út 23. apríl síðastliðinn. Hefur Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 684 báta. Það er svipaður fjöldi og sótt hefur um veiðar á síðustu árum. Miðað við að stefnt er að leyfa strandveiðar í allt að 48 daga frá maíbyrjun og út ágúst verður að teljast…Lesa meira

true

Háskólinn á Hólum færður undir Háskóla Íslands

Rektorar Háskóla Íslands, Háskólans á Hólum og háskólaráðherra undirrituðu í síðustu viku samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Samstæðan tekur formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og…Lesa meira

true

Slökktu gróðureld við Selgil í Húsafelli

Í hádeginu í gær barst Slökkviliði Borgarbyggðar tilkynning um að gróðureldur væri laus við Selgil í Húsafelli. Þarna er vinsæl gönguleið og talið líklegt að einhver hafi farið óvarlega með glóandi sígarettu. Fremur torsótt er að þeim stað sem eldurinn logaði. Slökkviliðið er hins vegar búið svokölluðum buggy bílum og reyndust þeir vel á vettvangi…Lesa meira

true

Tæki flutt úr kjallara upp í hlöðu Halldórsfjóss

Til stendur að nýta kjallara Halldórsfjóss á Hvanneyri undir sýningu um laxveiðar í Borgarfirði en sú sýning hefur af stjórnendum Landbúnaðarsafns Íslands verið í undirbúningi undanfarin misseri. Hluti af því verkefni raungerðist í gær á sumardaginn fyrsta þegar hluti safnkostsins var fluttur úr kjallara fjóssins upp og í helming fjóshlöðunnar. Eins og gefur að skilja…Lesa meira

true

Bjóða Árblik í Dölum til sölu

Dalabyggð hefur nú sett félagsheimilið Árblik í Dölum á söluskrá og annast Nes fasteignasala málið. Húsið er vel stórt; á tveimur hæðum og fyrir utan er skjólgott tjaldsvæði. Húsið er steinsteypt og var byggt í tveimur áföngum árin 1981 og 1991. Jarðhæð er 384,9 fm, og kjallari 258,5 fm að stærð, alls 641 fm skv.…Lesa meira

true

Ísak Birkir í landsliðshópnum í keilu

Evrópumót karla 2025 fer fram nú í júní og hefur karlalandslið Íslands verið valið. Í ár fer EM karla fram í Álaborg í Danmörku í keilusalnum Løvvang Bowling Center. Mótið fer fram 6-15. júní og verður keppt í einstaklings-, tvímennings-, þrímennings- og 5 manna liðakeppni. Svo fara 12 bestu þjóðirnar á mótinu á Heimsmeistaramót í…Lesa meira

true

Húsaflutningar úr Reykjavík til Stykkishólms

Flutningur húseininga sem Stykkishólmur festi kaup af Reykjavíkurborg hófst mánudagskvöldið 14. apríl. Um er að ræða 480 fermetra einingahús, en þar af eru 178 fermetra einingar úr timbri sem nýttar verða sem tvær kennslustofur, sérkennslurými og opið rými til kennslu. Hluti eininganna verða settur við gaflinn á íþróttamiðstöðinni þar sem gengið verður beint inn í…Lesa meira

true

Grænlenskur karlakór, Söngbræður og Smaladrengir með tónleika í kvöld

Karlakórinn Saqqarsik frá Qaqortoq á Grænland fagnar um þessar mundir 20 ára starfsafmæli. Kórinn samanstendur m.a. af kennurum, skrifstofumönnum, veiðimönnum, verkamönnum og trukkabílstjórum. Stjórnandi kórsins er Angerdla Kielsen-Olsen, sem er þekktur trúbador á Grænlandi. Kórinn syngur tónlist úr ýmsum áttum, allt frá þjóðlögum, kirkjutónlist og dægurlögum m.a. eftir stjórnandann sem útsetur flest lögin sem þeir…Lesa meira