Fréttir

true

Svekkjandi tap Skagamanna í höllinni

Lið ÍA í Bestu deild karla í fótolta tók á móti Vestra í Akraneshöllinni að kvöldi síðasta vetrardags. Þetta var leikur í þriðju umferð mótsins. Völlurinn á Jaðarsbökkum er ekki tilbúinn til að spila á honum og því varð að leita húsaskjóls og spila á gervigrasinu. Haukur Andri Haraldsson í ÍA tók út leikbann eftir…Lesa meira

true

Skeifudagurinn er uppskeruhátíð nemenda í hestafræðum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri í gær á Sumardaginn fyrsta á Mið-Fossum í Andakíl og á Hvanneyri. Dagskráin hófst á fánareið og opnunarávarpi Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur rektors LbhÍ. Þá voru riðið úrslit í Gunnarsbikar en hann er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason. Þá komu sýningaratriði frá Hægindi í Reykholtsdal áður en…Lesa meira

true

Undirbúa stofnun samtaka náttúruunnenda í Borgarfirði

Að undanförnu hefur umræða um umhverfismál og náttúruvernd í Borgarfjarðarhéraði aukist til muna í ljósi nokkuð nýtilkominnar ásóknar fjárfesta í orkuöflun á svæðinu í formi vindorkuvera. Hafa allnokkur slík verið á teikniborði verkfræðistofa að undanförnu. Nýverið kom hópur íbúa á Borgarfjarðarsvæðinu saman í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit til fundar og samtals um þessa þróun og…Lesa meira

true

Stækka lóð fyrir íþrótta- og skólasvæði á Kleppjárnsreykjum

Framkvæmdasýsla ríkiseigna (FSRE) hefur fallist á beiðni Borgarbyggðar um að endurskoða gildandi lóðarleigusamning við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Verður skólalóðin og íþróttasvæðið nú stækkuð um 7.794 fermetra en lóðin er í eigu ríkisins. Eins og kunnugt er hefur nýtt skólahús nú risið en samhliða þeirri framkvæmd þurfti m.a. að gera ráð fyrir bílastæðum við skólann.Lesa meira

true

Fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar fór fram í dag – myndasyrpa

Í dag fór fram fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla. Þingið var hluti af innleiðingu Hvalfjarðarsveitar til að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt viðmiðum UNICEF. Þátttakandur voru nemendur í 5. – 10. bekk skólans. Börnin unnu saman að gerð veggspjalda, tóku þátt í umræðum í málstofum, kynntu niðurstöður sínar og kusu síðan um hvaða mál þau vildu…Lesa meira

true

Skeifudagurinn er á morgun

Skeifudagurinn fer fram við hátíðlega athöfn á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl í hestamiðstöð LbhÍ að Mið-Fossum í Andakíl. Dagskráin hefst klukkan 13 á opnunaratriði og ávarpi áður en að úrslit verða riðin í Gunnarsbikar. Að lokinni verðlaunaafhendingu verður boðið upp á sýningaratriði áður en kynning er á nemendum í Reiðmennsku III og tamningatrippum þeirra sem…Lesa meira

true

Góð aflabrögð eftir fæðingarorlofið

Það er óhætt að segja að ævintýralegur afli hafi verið hjá bátum sem réru frá Snæfellsnesi í gær þegar fæðingarorlofi þorsksins lauk. Það var sama hvaða veiðarfæri voru notuð. Dragnótarbátar voru með allt að 30 tonn og einn báturinn kastaði einu sinni og fékk 25 tonn í því eina hali. Handfærabátar voru einnig með góðan…Lesa meira

true

Tóku að sér að mála regnbogagötuna

Frá því er greint á upplýsingasíðu Snæfellsbæjar að vaskur hópur fólks úr Lionsklúbbunum í Snæfellsbæ hafi í blíðunni fyrr í vikunni mætt og byrjað að mála regnbogagötuna í Ólafsvík. Lionsklúbbarnir höfðu frumkvæði að því að endurmála götuna í samvinnu við bæjarfélagið. Verður verkinu lokið í tæka tíð fyrir Lionsþing sem haldið verður í Ólafsvík um…Lesa meira

true

Fengum Hólmara til að mæta á leiki og styðja okkur

Rætt við Gunnlaug Smárason þjálfara Snæfells í 1. deild karla í körfuknattleik Snæfell í Stykkishólmi spilaði í 1. deild karla í vetur í körfuboltanum en liðið endaði tímabilið í áttunda sæti deildarinnar og fór því í átta liða úrslit og spilaði leikina gegn Hamri í Hveragerði. Liðin mættust í hreinum úrslitaleik en þá datt Snæfell…Lesa meira