Fréttir
Svipmynd af þinginu. Ljósmyndir: mm

Fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar fór fram í dag – myndasyrpa

Í dag fór fram fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla. Þingið var hluti af innleiðingu Hvalfjarðarsveitar til að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt viðmiðum UNICEF. Þátttakandur voru nemendur í 5. – 10. bekk skólans. Börnin unnu saman að gerð veggspjalda, tóku þátt í umræðum í málstofum, kynntu niðurstöður sínar og kusu síðan um hvaða mál þau vildu setja á oddinn. Lögðu þau áherslu á málefni sem þau telja mikilvæg til að bæta nærumhverfi sitt og samfélag.

Fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar fór fram í dag - myndasyrpa - Skessuhorn