Íþróttir
Myndin var tekin sama dag og leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Jaðarsbakkavöllur er ekki tilbúinn enn sem komið er til að spila á honum. Má segja að mörg tún bænda í nágrannasveitum séu í betra ástandi í sumarbyrjun en völlurinn.

Svekkjandi tap Skagamanna í höllinni

Lið ÍA í Bestu deild karla í fótolta tók á móti Vestra í Akraneshöllinni að kvöldi síðasta vetrardags. Þetta var leikur í þriðju umferð mótsins. Völlurinn á Jaðarsbökkum er ekki tilbúinn til að spila á honum og því varð að leita húsaskjóls og spila á gervigrasinu. Haukur Andri Haraldsson í ÍA tók út leikbann eftir rautt spjald gegn Stjörnunni og var Ómar Björn Stefánsson í byrjunarliði heimamanna.

Svekkjandi tap Skagamanna í höllinni - Skessuhorn