
Nemendur taka hesta sína til kostanna í reiðhöllinni á Mið-Fossum. Ljósmyndir: LbhÍ
Skeifudagurinn er uppskeruhátíð nemenda í hestafræðum
Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri í gær á Sumardaginn fyrsta á Mið-Fossum í Andakíl og á Hvanneyri. Dagskráin hófst á fánareið og opnunarávarpi Ragnheiðar I. Þórarinsdóttur rektors LbhÍ. Þá voru riðið úrslit í Gunnarsbikar en hann er gefinn af Bændasamtökum Íslands til minningar um Gunnar Bjarnason. Þá komu sýningaratriði frá Hægindi í Reykholtsdal áður en nemendur í Reiðmennsku III í búfræði sýndu tamningatrippi sín. Eftir það komu inn systkinin frá Skipanesi á bræðrum frá Skipanesi. Dagskrá í reiðhöllinni lauk svo á skrautreið nemenda LbhÍ sem stunduðu hestamennsku á Mið-Fossum í vetur.